Knattspyrna:

Ragna Sara valin í lokahóp U-17

27.Ágúst'19 | 14:14

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U-17 valdi Rögnu Söru Magnúsdóttur, leikmann ÍBV í lokahóp sinn fyrir undankeppni  EM er fram fer í Hvíta Rússlandi í september.

Ragna Sara er vel að þessu vali komin enda búin að leika mjög vel fyrir meistaraflokk ÍBV þrátt fyrir ungan aldur. Hópurinn kemur saman þriðjudaginn 10. sept og heldur svo utan föstudaginn 13. september, segir í frétt á vef ÍBV-íþróttafélags.

Ísland leikur í riðli með heimastúlkum, Frakklandi og Möltu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%