Óska eftir heimild til að taka upp launað starfsnám kennaranema

- að taka inn starfsnámsnema og heimila leiðsagnarkennara mun hafa hvetjandi áhrif á skólastarfið og efla faglegt starf

22.Ágúst'19 | 13:35
IMG_6016

Frá sumarhátíð leikskólanna. Ljósmynd/TMS

Launað starfsnám kennaranema var rætt á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í vikunni. Í bókun ráðsins um málið segir að ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi gert með sér samkomulag um aðgerðir til að fjölga réttindakennurum í leik- og grunnskóla. 

Í Vestmannaeyjum er staða réttindakennara við grunnskólann í góðum málum en í leikskólum bæjarins er hlutfall réttindakennara enn lágt (milli 30& 35%). Eitt af aðgerðum til að fjölga réttindakennurum er að taka við starfsnámsnema/nemum og að sveitarfélagið kosti leiðsagnarkennara á hærri launum til að sinna þeim. 

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs óskar eftir heimild fræðsluráðs til að gripið verði til þessara aðgerða. Það er mat framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa að með því að taka inn starfsnámsnema og heimila leiðsagnarkennara mun það hafa hvetjandi áhrif á skólastarfið og efla faglegt starf. Skólaskrifstofa mun hafa umsjón með verkefninu í samráði við skólastjórnendur og sjá til að kostnaður rúmist innan fjárheimilda, segir í bókun ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%