Golfið fleytti honum á skólastyrk í Bandaríkjunum

20.Ágúst'19 | 08:56
daniel_ingi_ads

Daníel Ingi sveiflar hér golfkylfunni.

Daníel Ingi Sigurjónsson er einn efnilegasti golfari landsins. Hann fékk á dögunum skólastyrk í Rocky Mountain College háskólann í Bandaríkjunum. Eyjar.net ræddi við Daníel Inga sem kemur úr unglingastarfi Golfklúbbs Vestmannaeyja, en hann er fyrsti golfarinn frá Eyjum til að ná þessu takmarki.

Fékk tilboð frá 14 skólum

Daníel Ingi segist vera búinn að stefna að þessu núna í tvö ár. „Ég sá tækifæri í því að fá að mennta mig og æfa golf á sama tíma. Ég kom mér í samband við Ólaf Björn Loftson, en hann aðstoðar golfara að komast á háskólastyrk í bandaríkjunum. Við settum upp plan til að undirbúa þetta sem best. Hann hjálpaði mér að velja hvaða mót ég ætti að sækja erlendis til að búa til sem bestu ferliskránna o.s.frv. Við bjuggum svo til umsókn sem við sendum á þjálfara í Bandaríkjunum. Ég fékk tilboð frá 14 skólum þannig við kynntum okkur þá alla og völdum þann skóla sem var mest spennandi. Það er mikið sem þarf að undirbúa, flestir skólar semja við leikmenn einu til tveimur árum áður en tímabilið byrjar þannig það er mikilvægt að vera tímalega í þessu.” segir Daníel. Hann segir að hann eigi Bergi Konráðssyni, kírópraktor mikið að þakka. „Bergur hjálpaði mér mikið eftir meiðsl sem ég lenti í fyrir tveimur árum.”

Eins og áður segir heitir skólinn Rocky Mountain College og er hann staðsettur í Billings-Montana í Bandaríkjunum. 

Næsta skref í átt að atvinnumennsku

Aðspurður um hvaða þýðingu þetta hafi fyrir Daníel segir hann að þetta sé mjög stórt tækifæri fyrir sig. „Þetta er næsta skref í átt að atvinnumennsku. Núna fæ ég æfa við bestu aðstæður sem er hægt að komast í, keppt á mótum í hæsta gæðaflokki og menntað mig á sama tíma. Dustin Johnson, Jim Furyk, Rickie Fowler og Jordan Spieth komu t.d. allir úr háskólagolfinu.”

Góð umgjörð hjá GV

Daníel Ingi segir að það hafi orðið miklar framfarir á barna- og unglingastarfi GV síðustu ár. „Við erum með einn flottasta golfvöll á Íslandi og við getum spilað hann þegar við viljum, á meðan allir rástímar á höfuðborgarsvæðinu fyllast á tveimur mínútum eftir að það er opnað fyrir skráning. Klúbburinn keypti Trackman Golfhermir fyrir þremur árum og í honum er hægt að æfa og spila flottustu golfvelli í heimi. Núna er hægt að æfa golf allt árið í Vestmannaeyjum við toppaðstæður sama hversu vont veðrið er. Sumarið á Íslandi er stutt og þess vegna er mikilvægt að geta æft yfir veturinn og vinna í sínum markmiðum til þess að koma tilbúinn í sumarið. Svo hafa golfkennararnir Einar Gunnarsson og Karl Haraldsson haldið vel utan um unglingastarfið hjá GV og reynst okkur strákunum hrikalega vel sem þjálfarar.”

Langt ferli sem kostar miklar æfingar, þolinmæði og tíma

Nú ert þú fyrsti golfarinn frá Eyjum sem nærð þessu takmarki. Hvaða skilaboð hefur þú til annara efnilegra golfara?

Þetta er langt ferli sem kostar miklar æfingar, þolinmæði og tíma. Ég byrjaði í keppnisgolfi 14 ára gamall og hef spilað upp alla árganga í Íslandsbankamótaröðinni og síðan í Eimskipsmótaröðinni í leiðinni. Í fyrra spilað ég á Íslandsmótinu í höggleik á sjö höggum undir pari eða 63 höggum og það gerði ferilskránna mína mjög sterka og það hjálpaði mér mikið í umsóknarferlinu. Það er mikilvægt að byrja snemma að undirbúa þetta allt saman. Umsóknarferlið tekur 1-2 ár og því fyrr sem það byrjar því líklegara er að þú fáir betri skólastyrk.
 
Daníel Ingi fer út núna 22.ágúst. „Þetta er háskólanám sem tekur fjögur ár. Ég kem heim um jólin og svo aftur um sumarið.” segir hann. Að endingu vill Daníel Ingi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa hjálpað til við að láta þennan draum rætast.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).