Vestmannaeyjahlaupið:

Er þekkt fyrir mikilfenglega hlaupaleið

19.Ágúst'19 | 07:32
hlaup_kari_st_jhj_minni

Ljósmynd/aðsend

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 7. september og verður boðið upp á 5 km, 10 km og 21 km hlaupaleiðir. 

Vestmannaeyjahlaupið er þekkt fyrir mikilfenglega hlaupaleið og skemmtilegt andrúmsloft og var Vestmannaeyjahlaupið kosið götuhlaup ársins 2016 og 2017 af lesendum hlaup.is.

Tímasetningar
5 km og 10 km hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 13 en hálfmaraþonið hefst kl. 12:30. Sameiginleg upphitun fyrir 5 km og 10 km hlaupið hefst kl. 12:35.

Hlaupaleiðin
Allar hlaupaleiðir á einu korti.

Þátttökugjöld og skráning
Forskráning er á hlaup.is. Forskráningu lýkur kl. 20:00 föstudaginn 6. september. Ekki verður tekið á móti skráningum á hlaupdag . Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 6. september eða um morguninn fyrir hlaup.

Eitt þátttökugjald 3.000 kr er í hlaupið, óháð vegalengd. Hlauparar fæddir 2004 og síðar fá frítt í hlaupið.

Frítt er í Herjólf fyrir einstaklinga (ekki bíla) fram og til baka (200 frímiðar í boði). Ferðirnar fyrir hlaupara eru kl. 10:45 frá Landeyjarhöfn og kl. 18:15 frá Vestmannaeyjum. Listi með nöfnum þeirra sem panta Herjólfsferð verður í Landeyjarhöfn og í Vestmannaeyjum þannig að nóg er að sýna skilríki til að komast í ferðina.

Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hverri vegalengd. Einnig verða veitt glæsileg útdráttarverðlaun. Allir hlauparar fá minjagrip sem þátttökuviðurkenningu.

Búningsaðstaða
Íþróttahúsið verður opið fyrir og eftir hlaup og hægt er að fara í sund þar og er það innifalið í gjaldinu.

Nánari upplýsingar
Þú getur líka fylgst með hlaupinu á Facebook og á vef hlaupsins, www.vestmannaeyjahlaup.is.
Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála.
Upplýsingar veitir Sigmar Þröstur Óskarsson í síma 895-3339 eða Magnús 897-1110.

Hlaup.is á Facebook

Viltu fylgjast með hlaup.is á Facebook ? Settu "Like" á Facebook síðu hlaup.is.

 

Fréttatilkynning.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).