Samdráttur í innanlandsflugi

9.Ágúst'19 | 11:17
vel_ernir_0419

32 sæta vél Ernis tekur hér á loft frá Eyjum. Ljósmynd/TMS

Í síðustu viku var greint frá því að til standi að fækka áætlunarferðum flugfélagsins Ernis til Vestmannaeyja. „Við vorum að breyta áætluninni frá og með 1. september og erum að fækka ferðum á flesta áfangastaði okkar,“ segir Ásgeir Örn Þor­steins­son, sölu- og markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Ern­is. 

„Við erum í hagræðingaraðgerðum, bæði að fækka ferðum, erum einnig með vélar í söluferli og gerum ráð fyrir samdrætti í starfsmönnum, en ekki miklum.“ Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Úr 14 niður í 10 á viku

Þar er enn fremur haft eftir Ásgeiri Erni að verið sé að fækka ferðum til Vestmannaeyja, úr 14 niður í 10 á viku. „Við erum einnig að fækka ferðum til Húsavíkur niður í átta. Svo fækkum við um eina ferð á Hornafjörð.“

Einnig stendur til að fækka flugvélum. Ernir er í dag með fjórar vélar sem taka 19 farþega hver, eina 32 sæta vél ásamt minni vélum fyrir útsýnisflug.

„Það er einhver lægð í gangi, bæði meðal innlendra sem og erlendra farþega,“ segir Ásgeir Örn. „Við erum á sömu skoðun og Air Iceland Connect með framtíðina, við teljum að markaðurinn eigi eftir að jafna sig. Núna erum við bara að bregðast við stöðunni eins og hún er núna. Við erum viðbúin að gefa í þegar það gerist.“

Nánari umfjöllun um stöðu innanlandsflugsins má lesa hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...