Gefa út endanlega aflahlutdeild í makríl

- Ísfélag Vestmannaeyja með 12,32% hlutdeild

9.Ágúst'19 | 14:50
makrill_asi

127.307 tonnum af makríl er úthlutað til skipa með hlutdeildir þetta árið.

HB Grandi, Ísfélag Vestmannaeyja og Samherji eru með hæstu aflahlutdeild í makríl þetta árið. Samtals fá 11 stærstu útgerðirnar 87,9 prósent. Fiskistofa hefur gefið út endanlega aflahlutdeild í makríl, eftir að hafa tekið tillit til athugasemda sem bárust við bráðabirgðaúthlutun í lok júní.

Samkvæmt reglugerð um veiðar á makríl er 127.307 tonnum af makríl úthlutað til skipa með hlutdeildir þetta árið. Þar af er 124.450 tonnum úthlutað til skipa í A-flokki, sem eru skip með veiðireynslu í öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Til skipa í B-flokki, sem eru með veiðireynslu í línu og handfærum, fara 2.857 tonn. 

Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Þar segir jafnframt að í A-flokknum séu 119 skip sem fá samtals úthlutað 97,76 prósentum heildarúthlutunarinnar, en í B-flokknum eru 480 bátar með samtals 2,24 prósent hlutdeild. Viðbótarpottur upp á 4.000 tonn er síðan eyrnamerktur smábátum.

Stærsta hlutdeildin fer til HB Granda, eða 14,06 prósent sem gefur 17.894 tonn, næst kemur Ísfélag Vestmannaeyja með 12,32 prósent hlutdeild eða 15.685 tonn og síðan er Samherji með 11,49 prósent eða 14.622 tonn. Heildarhlutdeild 11 stærstu útgerðanna er 87,9 prósent, segir í frétt Fiskifrétta.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.