Skoða að gera breytingar á bæjarmálasamþykkt

1.Ágúst'19 | 06:58
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarráðs í vikunni voru lögð fyrir bæjarráð drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Tillögurnar eru að mestu tilkomnar af athugasemdum stjórnsýsluendurskoðanda Vestmannaeyjabæjar og snúa aðallega að tæknilegum breytingum og betrumbótum á samþykktinni.

Í niðurstöðu ráðsins segir að við umræður um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 hafi komið fram athugasemdir endurskoðenda um ýmsar greinar í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Í framhaldinu var óformlega rætt og ákveðið í bæjarráði að fela stjórnsýsluendurskoðanda bæjarins framgang málsins og að gera tillögur að breytingum á samþykktinni. 

Bæjarráð ákvað að nýta tímann fram að næsta fundi til þess að fara vel yfir breytingatillögurnar og eiga símafund með stjórnsýslusendurskoðanda bæjarins. Efnisleg meðferð bæjarráðs fer því fram milli funda og umræða um breytingarnar fer fram á næsta fundi bæjarráðs. 

Samþykkt með tveimur atkvæðum H- lista og E- lista. Fulltrúi D-lista hjá hjá. 

Mikilvægt verkefni sem þarf að vanda vel

Í bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að endurskoðun bæjarmálasamþykktar sé veigamikið og mikilvægt verkefni sem þurfi að vanda vel. Bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom það í opna skjöldu að hafin væri vinna og komin vel á veg við slíka endurskoðun með útkeyptri þjónustu án þess að fyrir lægi ákvörðun um að fara í slíka endurskoðun hjá bæjarráði eða bæjarstjórn. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með að vanda eigi þá vinnu og leggja til að breið samvinna verði um þá vinnu og tekið tillit til sjónarmið allra fulltrúa. 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.