Skoða að gera breytingar á bæjarmálasamþykkt

1.Ágúst'19 | 06:58
vestm_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarráðs í vikunni voru lögð fyrir bæjarráð drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Tillögurnar eru að mestu tilkomnar af athugasemdum stjórnsýsluendurskoðanda Vestmannaeyjabæjar og snúa aðallega að tæknilegum breytingum og betrumbótum á samþykktinni.

Í niðurstöðu ráðsins segir að við umræður um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 hafi komið fram athugasemdir endurskoðenda um ýmsar greinar í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Í framhaldinu var óformlega rætt og ákveðið í bæjarráði að fela stjórnsýsluendurskoðanda bæjarins framgang málsins og að gera tillögur að breytingum á samþykktinni. 

Bæjarráð ákvað að nýta tímann fram að næsta fundi til þess að fara vel yfir breytingatillögurnar og eiga símafund með stjórnsýslusendurskoðanda bæjarins. Efnisleg meðferð bæjarráðs fer því fram milli funda og umræða um breytingarnar fer fram á næsta fundi bæjarráðs. 

Samþykkt með tveimur atkvæðum H- lista og E- lista. Fulltrúi D-lista hjá hjá. 

Mikilvægt verkefni sem þarf að vanda vel

Í bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að endurskoðun bæjarmálasamþykktar sé veigamikið og mikilvægt verkefni sem þurfi að vanda vel. Bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom það í opna skjöldu að hafin væri vinna og komin vel á veg við slíka endurskoðun með útkeyptri þjónustu án þess að fyrir lægi ákvörðun um að fara í slíka endurskoðun hjá bæjarráði eða bæjarstjórn. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með að vanda eigi þá vinnu og leggja til að breið samvinna verði um þá vinnu og tekið tillit til sjónarmið allra fulltrúa. 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).