Fjórir fíkniefnahundar á Þjóðhátíð

30.Júlí'19 | 14:19
fikno

Einn af fíkniefnahundum lögreglunnar.

Notast verður við fjóra fíkniefnahunda á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár en þeir voru tveir í fyrra. Lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum segir að löggæsla verði mikil um helgina.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er stærsta útihátíðin sem fer fram hér á landi á ári hverju. Um 10 til 15 þúsund manns hafa mætt á hátíðina síðustu ár og er svipuðum fjölda spáð í ár, segir í frétt á veffréttamiðlinum Vísir.is.

Þar er haft eftir Tryggva Kr. Ólafssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að sjö lögreglumenn muni sinna fíkniefnaeftirlitinu í ár í þremur teymum. „Við verðum með fjóra hunda núna. Við vorum með tvo í fyrra“

Hann segir að hundarnir nýtist vel til að finna fíkniefni. „Þeir eru náttúrulega öflugri og markvissari leit með það þannig það er hið besta mál og þetta er tæki sem við ætlum að nýta okkar.“

Þá segir Tryggvi að unnið hafi verið mikið forvarnarstarf í vegna kynferðisbrota. Þá muni hátt í 110 gæslumenn ásamt lögreglu gera allt til að koma í veg fyrir kynferðisbrot.

Auk þess verði á annan eða þriðja tug myndavéla í dalnum. „Við erum með öfluga gæslu þar og það er sjúkrahús fært þar inn og annað.“ Þá verður lögreglan á Suðurlandi með öfluga gæslu og fíkniefnahunda í Landeyjahöfn.

 

Vísir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-