Skýrist fljótlega hvort gamli Herjólfur sigli

29.Júlí'19 | 06:33
IMG_4320

Enn er beðið ákvörðunar um hvort báðar ferjurnar sigli í kringum Þjóðhátíð. Ljósmynd/TMS

Sigl­ing­ar með nýja Herjólfi á milli lands og Eyja hafa gengið ágæt­lega fyr­ir sig en skipið sigl­ir nú sjö ferðir á dag sam­kvæmt áætl­un.

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, seg­ir að það muni skýr­ast fljót­lega hvort gamli Herjólf­ur muni sigla um kom­andi versl­un­ar­manna­helgi ásamt þeim nýja. „Skip­inu hafði verið siglt svo­lítið í hafn­irn­ar áður en við sett­um það í rekst­ur, svo nú er því bara siglt eft­ir áætl­un. Við erum að feta okk­ur áfram,“ sagði hann. 

Hann seg­ir að enn hafi ekki verið ákvörðun tek­in um að sigla báðum skip­un­um um næstu helgi. „Við höf­um held­ur ekki flautað þá ákvörðun af. Við erum bara aðeins að fara yfir stöðuna og þetta ætti að skýr­ast mjög fljót­lega,“ seg­ir hann.

 

Mbl.is greinir frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.