Turnarnir verða reistir í lok ágúst

26.Júlí'19 | 06:48
raflogn_i_herjolf

Búið er að leggja rafstrengin niður á bryggju. Tengipunktur skipsins er aðeins norðar. Ljósmynd/TMS

Í gær hóf nýr Herjólfur áætlunarsigingar á milli lands og Eyja. Stefnt er að því að hann haldi uppi áætlun allt fram í september þegar hann fer til Akureyrar í slipp

Nýja ferjan er rafdrifin en á meðan hleðsluturnarnir sem til stendur að setja upp í bæði Landeyjahöfn sem og í Eyjum eru ekki komnir upp mun nýja ferjan ganga fyrir olíu fyrst um sinn.

Sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar

„Hvað varðar rafhleðsluna þá gengur það samkvæmt áætlun. Rafstrengir í landi eru komnir að hafnarsvæðinu hvoru megin.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

Hann segir að sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar verði reistar á hvorum stað, nákvæmlega á móts við tengipunkt skipsins. „Þessar byggingar verða reistar í lok ágúst og sérfræðingar framleiðanda ganga frá raftengingum í beinu framhaldi. Ferjan gengur því fyrir olíu fyrst um sinn.”

Sjá einnig: Óska eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði

Á myndinni má sjá hvernig umræddar byggingar líta út.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).