Turnarnir verða reistir í lok ágúst

26.Júlí'19 | 06:48
raflogn_i_herjolf

Búið er að leggja rafstrengin niður á bryggju. Tengipunktur skipsins er aðeins norðar. Ljósmynd/TMS

Í gær hóf nýr Herjólfur áætlunarsigingar á milli lands og Eyja. Stefnt er að því að hann haldi uppi áætlun allt fram í september þegar hann fer til Akureyrar í slipp

Nýja ferjan er rafdrifin en á meðan hleðsluturnarnir sem til stendur að setja upp í bæði Landeyjahöfn sem og í Eyjum eru ekki komnir upp mun nýja ferjan ganga fyrir olíu fyrst um sinn.

Sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar

„Hvað varðar rafhleðsluna þá gengur það samkvæmt áætlun. Rafstrengir í landi eru komnir að hafnarsvæðinu hvoru megin.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

Hann segir að sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar verði reistar á hvorum stað, nákvæmlega á móts við tengipunkt skipsins. „Þessar byggingar verða reistar í lok ágúst og sérfræðingar framleiðanda ganga frá raftengingum í beinu framhaldi. Ferjan gengur því fyrir olíu fyrst um sinn.”

Sjá einnig: Óska eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði

Á myndinni má sjá hvernig umræddar byggingar líta út.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.