Turnarnir verða reistir í lok ágúst

26.Júlí'19 | 06:48
raflogn_i_herjolf

Búið er að leggja rafstrengin niður á bryggju. Tengipunktur skipsins er aðeins norðar. Ljósmynd/TMS

Í gær hóf nýr Herjólfur áætlunarsigingar á milli lands og Eyja. Stefnt er að því að hann haldi uppi áætlun allt fram í september þegar hann fer til Akureyrar í slipp

Nýja ferjan er rafdrifin en á meðan hleðsluturnarnir sem til stendur að setja upp í bæði Landeyjahöfn sem og í Eyjum eru ekki komnir upp mun nýja ferjan ganga fyrir olíu fyrst um sinn.

Sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar

„Hvað varðar rafhleðsluna þá gengur það samkvæmt áætlun. Rafstrengir í landi eru komnir að hafnarsvæðinu hvoru megin.” segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

Hann segir að sérstakar turnlaga byggingar um 10 metra háar verði reistar á hvorum stað, nákvæmlega á móts við tengipunkt skipsins. „Þessar byggingar verða reistar í lok ágúst og sérfræðingar framleiðanda ganga frá raftengingum í beinu framhaldi. Ferjan gengur því fyrir olíu fyrst um sinn.”

Sjá einnig: Óska eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á hleðslubúnaði

Á myndinni má sjá hvernig umræddar byggingar líta út.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).