Útilokar ekki að nota báðar ferjurnar
25.Júlí'19 | 15:24Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdarstjóri Herjólfs ohf., útilokar ekki að bæði nýi og gamli Herjólfur muni sigla til og frá Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina nú þegar ljóst er orðið að sá nýi mun hefja siglingar í kvöld.
Frá þessu er greint á mbl.is og þar er haft eftir Guðbjarti að það sé ótímabært að svara því núna hvort af því verður.
„Við höfum ekki útilokað neitt í þeim efnum en það hefur engin ákvörðun verið tekin. Við erum nýlega komnir á þá niðurstöðu að hefja rekstur á þeim nýja og ætlum að láta það rúlla áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ svarar Guðbjartur.
Mbl.is greindi frá. Nánara viðtal við Guðbjart má lesa hér.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.