Fyrsta áætlunarferð Herjólfs IV gekk vel

25.Júlí'19 | 21:03
IMG_4620

Herjólfur IV siglir hér út Vestmannaeyjahöfn með 470 farþega innanborðs. Ljósmynd/TMS

Herjólfur IV hélt í sína fyrstu áætlunarferð til Landeyjahafnar nú í kvöld. Ferðin var fyrirhuguð frá Eyjum klukkan 19.30 en brottför seinkaði smávægilega. Vel gekk að lesta skipið og var mikið af bæði farþegum og bifreiðum um borð.

Að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk ferðin frábærlega. „Það fór vel með farþega, er hljóðlátt og engin mengun. Mér heyrðist allir vera í skýjunum með þetta." 

Hann segir að um borð hafi verið 470 farþegar og 55 bílar og nóg pláss eftir á bíladekkinu. ,,Við erum aðeins á eftir áætlun, út af skiptunum á skipum. En við vinnum það upp í næstu ferð" segir Guðbjartur, kátur með að nýja ferjan skuli loks vera farin að sigla. 

Myndir frá lestuninni, brottförinni og komunni til Landeyjahafnar má sjá hér að neðan.

 

 

IMG_4498

Fyrstu farþegarnir ganga um borð.

IMG_4320

Gamli tíminn - Nýi tíminn

IMG_4317

Hlutverkaskipti

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.