Nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun

24.Júlí'19 | 16:57
IMG_3929

Nýr Herjólfur byrjar að sigla á milli lands og Eyja á morgun. Ljósmynd/TMS

Nýja Vestmannaeyjaferjan hefur siglingar síðdegis á morgun, fimmtudaginn 25. júlí. Fyrsta ferð nýs Herjólfs verður frá Vestmannaeyjum kl. 19:30. 

Aðstaða í Vestmannaeyjahöfn hefur nú verið bætt þannig að ferjan getur hafið siglingar á milli lands og Eyja án þess að tekin sé áhætta með skemmdir á Herjólfi. Unnið hefur verið að því að koma áætlunarsiglingum nýs Herjólfs af stað í samvinnu Vegagerðarinnar, Herjólfs ohf. og hafnarinnar í Vestmannaeyjum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Aðstaðan í Vestmannaeyjahöfn verður svo bætt enn frekar í haust með uppsetningu enn öflugri „fendera“ sem eiga ekki bara að takmarka skemmdir eða annað lask á nýju ferjunni heldur mun líka auðvelda stjórnendum skipsins að leggja að og frá. Það gæti því einnig stytt þann tíma sem tekur að leggja að. Reiknað er með að það verk verði unnið á haustmánuðum. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.