Vildu fá formennsku í framkvæmda- og hafnarráði

23.Júlí'19 | 13:48
baejarf_d

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir að flokkurinn fengi formennsku í framkvæmda- og hafnarráði. Mynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja fyrr í mánuðinum var Arnar Richardsson skipaður aðalmaður í framkvæmda- og hafnarráði í stað Guðmundar Ásgeirssonar. Þá var einnig kosinn formaður og varaformaður framkvæmda- og hafnarráðs. 

Áður en að kosningunni kom var lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í henni segir að þar sem fyrir liggi að breyta eigi um formennsku í ráði sveitarfélagsins leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut mest fylgi allra flokka í síðustu kosningum að honum verði veitt formennska í framkvæmda- og hafnarráði. Slík ráðstöfun myndi tryggja aukið lýðræði, bætt samstarf og aukna valddreifingu við stjórn Vestmannaeyjabæjar en slíkt fyrirkomulag þekkist t.d. í störfum Alþingis þar sem stjórnarandstöðuflokkar fengu við upphaf þings formennsku í 3 nefndum. Því leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til við bæjarstjórn Vestmannaeyja að Sigursveinn Þórðarson verði formaður framkvæmda- og hafnarráðs. 

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun: Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þykir miður að meirihlutinn felli tillögu Sjálfstæðisflokksins í viðleitni sinni um að auka samstarf, auka lýðræði og auka valddreifingu og hunsi þannig stærsta stjórnmálaaflið i sveitarfélaginu og þar með vilja kjósenda. Það er ekki óeðlilegt í lýðræðisríki að sá stjórnmálaflokkur sem mest fylgi fær í lýðræðislegum kosningum, fái formennsku í nefndum. Sjálfstæðisflokkur lýsir sig ávallt reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að taka formennsku í ráði ef til hans verður leitað. 

Í kjölfarið var Kristín Hartmannsdóttir kosin formaður með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. Stefán Jónasson var kosinn með varaformaður með sjö samhljóða atkvæðum.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.