Stórhöfði er ríkisjörð og ekki er heimilt að loka svæðinu

- nema þá næst húsinu

23.Júlí'19 | 21:00
IMG_3957

Hér má sjá skiltið sem búið er að koma fyrir við hliðið og húsið þar á bakvið. Ljósmynd/TMS

Töluverðar umræður hafa verið um aðgengi almennings að Stórhöfða síðustu daga. Ástæðuna má rekja til þess að við hliðið sem liggur í átt að húsinu sem þar er var komið fyrir skilti nýverið, þar sem sagt er að um einkalóð sé að ræða og að allur aðgangur sé bannaður.

Húsið er í eigu ríkisins og hefur Vegagerðin umsjón með því en það var leigt út fyrir nokkrum árum til einkaaðila.

Í samtali við Eyjar.net í dag segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að það gangi ekki að meina fólki aðgang með þessum hætti. „Við höfum farið fram á að því verði umsvifalaust hætt og reiknum með að því hafi þegar verið hætt og skiltið tekið niður.”

G. Pétur segir að þetta sé ríkisjörð og ekki sé heimilt að loka svæðinu svona nema þá næst húsinu.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.