Fjögurra mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar:

Skatttekjur í samræmi við fjárhagsáætlun

- minnihlutinn segir að áhrif loðnubrests hafi ekki komið fram enn, þar sem útsvarstekjur séu einungis áætlaðar fyrstu 4 mánuði ársins sem meðaltal mánaðanna á undan

22.Júlí'19 | 06:23
vestm_baer

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Fjögurra mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar lá fyrir til umræðu og staðfestingar á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. umræða var um uppgjörið og komu fram bókanir frá bæði meiri- og minnihluta bæjarstjórnar.

Tekjur eru hærri en á sama tíma í fyrra

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista vegna málsins segir að bæjarstjórn taki undir bókun bæjarráðs og lýsir ánægju með stöðu bæjarsjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins, þrátt fyrir loðnubrest fyrr á árinu. Tekjur eru hærri en á sama tíma í fyrra og skatttekjur í samræmi við fjárhagsáætlun. Þá er rekstrarkostnaður jafnframt samkvæmt áætlun. Það er ábyrgðarhluti að taka upp fjárhagsáætlun, sér í lagi þegar ekki liggja fyrir forsendur fyrir slíku. Mikilvægt er að fylgjast áfram vel með og bregðast við ef aðstæður breytast í rekstri bæjarins. 

Raunverulegar tekjur fyrstu 4 mánaða ársins koma því ekki í ljós fyrr en árið er gert upp í febrúar 2020

Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir að það sé alrangt að tala um að það hafi verið rétt ákvörðun að taka ekki upp fjárhagsáætlun, enda hafa áhrif loðnubrests ekki komið fram enn, þar sem útsvarstekjur eru einungis áætlaðar fyrstu 4 mánuði ársins sem meðaltal mánaðanna á undan. Raunverulegar tekjur fyrstu 4 mánaða ársins koma því ekki í ljós fyrr en árið er gert upp í febrúar 2020. Þessu má líkja við álagningu hitaveitu sem er áætluð út frá notkun síðasta árs en er síðan gerð upp eftir að búið er að lesa af mælunum. Það er því eðlilegt að áætlaðar skatttekjur séu samkvæmt áætlun, enda liggja ekki réttar tölur fyrir enn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka því fyrri bókanir sínar um að gæta aðhalds í rekstri og hagræða þegar færi gefst. 


Liðurinn var samþykktur með 4 atkvæðum H- og E-lista, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu. 

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%