Líkamsárás kærð til lögreglu

22.Júlí'19 | 12:56
logreglumenn

Ljósmynd/TMS

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði maður sem var eitthvað ósáttur slegið annan í andlitið þannig að tönn losnaði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum yfir verkefni síðustu viku.

Þar segir jafnframt að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu. Skýrsla var tekin af árásarmanninum eftir að víman rann af honum. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs um helgina en hann mældist á 70 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Þrír ökumenn fengu sekt vegna ólöglegrar lagningar, einn fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri og þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir akstur án réttinda.

Síðdegis þann 18. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um eld í þaki frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar á Eiði. Þarna hafði kviknað í tjörupappa þegar verið var að bræða hann saman og læstist eldurinn í þaksperrur. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og varð ekki mikið tjón af völdum hans, segir í yfirliti lögreglu sem birt er á Facebook-síðu lögreglunnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.