Líkamsárás kærð til lögreglu

22.Júlí'19 | 12:56
logreglumenn

Ljósmynd/TMS

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði maður sem var eitthvað ósáttur slegið annan í andlitið þannig að tönn losnaði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum yfir verkefni síðustu viku.

Þar segir jafnframt að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu. Skýrsla var tekin af árásarmanninum eftir að víman rann af honum. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs um helgina en hann mældist á 70 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Þrír ökumenn fengu sekt vegna ólöglegrar lagningar, einn fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri og þá fengu tveir ökumenn sekt fyrir akstur án réttinda.

Síðdegis þann 18. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um eld í þaki frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar á Eiði. Þarna hafði kviknað í tjörupappa þegar verið var að bræða hann saman og læstist eldurinn í þaksperrur. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og varð ekki mikið tjón af völdum hans, segir í yfirliti lögreglu sem birt er á Facebook-síðu lögreglunnar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg