Knattspyrna:

Helena valin í U-15

22.Júlí'19 | 05:35
helena_ibvsport

Helena Jónsdóttir. Ljósmynd/ibvsport.is

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið landsliðshóp til þátttöku í WU15 Development Tournament sem fram fer í Hanoi í Vietnam dagana 29.ágúst til 7.september næstkomandi.

Lúðvik valdi Helenu Jónsdóttur frá ÍBV í verkefnið en Helena hefur verið að spila með meistaraflokki ÍBV þrátt fyrir mjög ungan aldur. Hópurinn mun æfa tvisvar sinnum áður en haldið er til Víetnam og fara þær æfingar fram mánudaginn 26.ágúst og þriðjudaginn 27.ágúst.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.