Enn eitt Íslandsmet Hlyns

21.Júlí'19 | 12:31
hlynur_andresar

Hlynur Andrésson bætti eigið met á móti í gær.

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti enn eitt Íslandsmetið í hlaupi í gær. Þá keppti hann í 5000 metra hlaupi í Heusden í Belgíu. 

Hlynur keppti í næturhlaupi í gær á KBC Nacht-mótinu í Belgíu. Hann var níundi í mark í sínum riðli á tímanum 13:57,89 og bætir hann þar með eigið met í greininni.

Fyrra metið var upp á 13:58,91. Hlynur hljóp á þeim tíma í Charlottesville í Virgíníu í Bandaríkjunum í apríl í fyrra. Hlynur er Íslandsmethafi í 3000, 5000 og 10.000 metra hlaupi. Þá á hann einnig Íslandsmet í 3000 metra hindranahlaupi og 10.000 metra götuhlaupi.

 

Ruv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.