Enn eitt Íslandsmet Hlyns

21.Júlí'19 | 12:31
hlynur_andresar

Hlynur Andrésson bætti eigið met á móti í gær.

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti enn eitt Íslandsmetið í hlaupi í gær. Þá keppti hann í 5000 metra hlaupi í Heusden í Belgíu. 

Hlynur keppti í næturhlaupi í gær á KBC Nacht-mótinu í Belgíu. Hann var níundi í mark í sínum riðli á tímanum 13:57,89 og bætir hann þar með eigið met í greininni.

Fyrra metið var upp á 13:58,91. Hlynur hljóp á þeim tíma í Charlottesville í Virgíníu í Bandaríkjunum í apríl í fyrra. Hlynur er Íslandsmethafi í 3000, 5000 og 10.000 metra hlaupi. Þá á hann einnig Íslandsmet í 3000 metra hindranahlaupi og 10.000 metra götuhlaupi.

 

Ruv.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.