Dísa dælir i Landeyjahöfn

19.Júlí'19 | 14:26
disa_jul19

Sanddæluskipið Dísa við dælingu innan hafnar í Landeyjahöfn nú í vikunni. Ljósmynd/TMS

Sanddæluskipið Dísa er nú við dýpkun í Landeyjahöfn og hefur verið þar frá í byrjun vikunnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjar.net að verið sé að dýpka til að vinna sér í haginn.

Þá hafa einnig verið framkvæmdir við höfnina og er Ístak að vinna að lagningu vega út á garðhausana auk þess sem verið var að gera breytingar innan hafnar. 

Í síðustu viku var svo tilkynnt um að ákveðið hafi verið að fresta breytingu á hafnarmynni Landeyjahafnar til næsta sumars, en til stóð að útbúa plön fyrir dælukrana á endum hafnargarðanna  á grjótfylltum stáltunnum.

Hefja átti dælingu síðla árs 2020 með nýjum dælubúnaði, sem keyptur hefur verið til landsins og er áfram miðað við að svo geti orðið. Dælubúnaðurinn verður prófaður í haust og vetur á öðrum stað en í hafnarmynninu. 

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.