Byrjað að undirbúa framkvæmdir fyrir nýjan Herjólf

19.Júlí'19 | 11:32
20190719_092433

Vörubíllinn losar hér dekkin sem nota á til bráðabirgða.

Líkt og fram kom í fjölmiðlum í gær þarf að gera breytingar á viðlegukanti nýs Herjólfs, til að verja skipið fyrir skemmdum. Um er að ræða bráðabirgðaframkvæmdir, en svo þarf að setja upp varnarpúða og þurfa þeir að standa um einum og hálfum metra hærra en bryggjukanturinn.

Í morgun kom fyrsti vörubíllinn með dekk til Vestmannaeyja sem nota á til verksins. Það á að skýrast á næstu dögum hvenær hægt verði að hefja áætlunarsiglingar á nýju ferjunni. 

Fimm vikur síðan ferjan kom

Á morgun verða liðnar fimm vikur síðan ferjan kom fyst til heimahafnar og ekki er enn ljóst hvenær skipið getur hafið áætlun. Samkvæmt Vegagerðinni gæti það tekið viku, jafnvel vikur. 

Unnið að lausn fleiri vandamála

Fram hefur komið að vitað hafi verið um nokkurn tíma af þessu vandamáli og hafa yfirmenn Herjólfs bent Vegagerðinni á þetta fyrir einhverju síðan. Þá er einnig unnið að lausn fleiri vandamála við skipið, en samkvæmt heimildum Eyjar.net fer landgöngubrúin ekki nægjanlega hátt þegar háflóð er.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.