Uppfærð frétt

Vandamálið snýr að fenderum á bryggjunni

- næstu skref eru Vegagerðarinnar sem fer með málefni hafnarinnar við ferjustæðið - búist við að verkið taki nokkrar vikur

18.Júlí'19 | 11:40
IMG_3869

Herjólfur var mátaður við viðlegukantinn í morgun. Hér má sjá menn skoða fenderana. Ljósmyndir/TMS

Enn er þess beðið að nýr Herjólfur komist í áætlun á milli lands og Eyja. Í gærkvöldi var tilkynnt um enn eina frestunina en til stóð að byrja siglingar í dag. Nú er ljóst að ferjan kemst ekki í áætlun í þessari viku og verður staðan tekin aftur eftir helgi.

Eyjar.net ræddi við Arnar Pétursson, stjórnarformann Herjólfs ohf. um ástæður seinkunarinnar.

„Við hefðum viljað hefja siglingar í dag en því miður gekk það ekki upp. Rekstrarfélagið er klárt og áhöfnin er tilbúin en það eru vandamál með fendera á bryggjunni hér heima sem þarf að ganga frá áður en siglt er. Auðvitað hefði maður kosið að höfnin væri klár, og það fyrir löngu, en það er eins og það er. Það hefur ekkert upp á sig og er algjör óþarfi að öskra sig hásan, það breytir ekki stöðunni og gerir engum gott.“ segir Arnar.

Eigum von á svörum frá Vegagerðinni

Hann segir að næstu skref séu Vegagerðarinnar sem fari með málefni hafnarinnar við ferjustæðið. „Við eigum von á svörum frá þeim. Vonandi getum við siglt nýjum Herjófi sem fyrst en á meðan getum við a.m.k fagnað því að aðstæður við Landeyjahöfn eru eins og best verður á kosið og við erum enn með þann gamla sem reynist okkur afar vel nú sem endranær.“

Arnar segir að á sama tíma og fólksflutningar séu hvað mestir eru starfsmenn á skrifstofu og um borð að vinna í að koma nýrri ferju af stað sem fylgir aukið álag og lengri vinnudagar. „Starfsfólkið hefur staðið sig frábærlega og á mikið hrós skilið og vonandi þeirra vegna, og okkar allra, getum við hafið siglingar á þeim nýja sem fyrst.“

Uppfært kl. 13.22

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Vestmannaeyjahöfn tefjist um nokkrar vikur.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.