Eldur kom upp í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar

18.Júlí'19 | 00:06
slokkvibill

Slökkvilið Vestmannaeyja var ræst út í kvöld. Ljósmynd/TMS

Slökkvilið Vestmannaeyja var ræst út laust fyrir klukkan átta í kvöld þegar tikynning barst um eld og reyk í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar þar sem kviknað hafði í loftpressu. 

Voru starfsmenn búnir að slökkva eldinn með snörum handtökum þegar slökkvilið kom en töluverður reykur var í kjallaranum og hafði náð að berast m.a. í sundlaugarsal vegna galla í loftræstikerfi, segir í tilkynningu frá slökkviliðinu.

Jafnframt segir að um klukkutíma hafi tekið að loftræsta húsnæðið og fyrir utan loftpressuna, sem eyðilagðist. Þá lítur út fyrir að annað tjón sé minniháttar.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.