Eldur kom upp í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar

18.Júlí'19 | 00:06
slokkvibill

Slökkvilið Vestmannaeyja var ræst út í kvöld. Ljósmynd/TMS

Slökkvilið Vestmannaeyja var ræst út laust fyrir klukkan átta í kvöld þegar tikynning barst um eld og reyk í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar þar sem kviknað hafði í loftpressu. 

Voru starfsmenn búnir að slökkva eldinn með snörum handtökum þegar slökkvilið kom en töluverður reykur var í kjallaranum og hafði náð að berast m.a. í sundlaugarsal vegna galla í loftræstikerfi, segir í tilkynningu frá slökkviliðinu.

Jafnframt segir að um klukkutíma hafi tekið að loftræsta húsnæðið og fyrir utan loftpressuna, sem eyðilagðist. Þá lítur út fyrir að annað tjón sé minniháttar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.