Undirbúningur Þjóðhátíðar í fullum gangi

17.Júlí'19 | 11:09
IMG_1187

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Mikið er að gerast þessa dagana í undirbúningi Þjóðhátíðar en á mánudag var byrjað að setja upp hátíðina í Herjólfsdal og eru sjálfboðaliðar hvattir til að mæta kl. 20:00 á kvöldin með skrúfvél og góða skapið. 

Í gær opnaði fyrir skráningu á úthlutun lóða í Herjólfsdal og hefur fyrsti dagurinn gengið mjög vel fyrir sig, segir í frétt frá þjóðhátíðarnefnd sem birt er á heimasíðu ÍBV.
 
Þar kemur einnig fram að vandræði hafi verið að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á álagstímum við hliðið og því er ætlunin að halda áfram að bjóða upp á sætaferðir frá Íþróttahúsinu á daginn en einnig stendur til að breyta fyrirkomulaginu með bílapassana, en nú fá þeir sem þurfa bætt aðgengi að Dalnum hjá okkur sérstök armbönd. Einnig er verið að skoða með að loka fyrir umferð í og úr dalnum frá kl. 23:45 til 00:45 föstudag, laugardag og sunnudag en við munum gefa frekari upplýsingar um það síðar.
 
Í fyrra var mikið öngþveiti á föstudagskvöldinu í kringum miðasöluna og á að reyna að létta á því álagi með því að vera með opið frá kl. 12:00 á fimmtudaginn 1. ágúst á Básaskersbryggju í Hafnarhúsinu. Opið verður þar til kl. 22:00 um kvöldið og hvetjum þjóðhátíðarnefnd alla til að verða sér út um armbönd þann dag.
 
Í Dalnum verður starfræktur ∅lgarður þar sem við verðum með trúbador frá kl. 19:00-21:00 en garður þessi verður við litla pallinn þar sem litla bjórtjaldið hefur verið. „Erum við með þessu að mæta þörfum gesta okkar þar sem dagskránni í bænum lýkur um kvöldmat en dagskráin á Brekkusviði hefst ekki fyrr en kl. 21:00,” segir í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).