Nýr Herjólfur ekki í áætlun þessa vikuna

17.Júlí'19 | 19:37
IMG_1830

Enn er þess beðið að nýja ferjan hefji áætlunarsiglingar. Ljósmynd/TMS

Undanfarna daga hafa prófanir farið fram á nýju ferjunni. Megin tilgangur siglinganna milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu allar nauðsynlegar aðstæður til að hefja rekstur á nýju ferjunni.

Eftir yfirferð og rýnun í alla þætti hefur verið ákveðið að fresta innsetningu nýju ferjunnar í rekstur en vonir voru bundnar við að hefja rekstur á morgun, fimmtudaginn 18. júlí. Af því verður því miður ekki. Munu aðilar gefa sér tíma fram yfir helgi og má vænta frekari upplýsinga í kjölfarið, segir í tilkynningu frá rekstrarfélagi Herjólfs.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.