Lausnateymi í GRV

15.Júlí'19 | 11:00
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja.

Fræðsluráð fékk á dögunum kynningu á lausnateymi í Grunnskóla Vestmannaeyja. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, kynnti á fundi ráðsins hlutverk og verkferil lausnateymis innan GRV.

Í bókun ráðsins segir að teymi starfsmanna innan GRV hafi unnið sl. vetur að því að þróa hlutverk og verkferil lausnateymis sem taka á til starfa veturinn 2019 - 2020 innan GRV.

Lausnateymið verður skipað stjórnanda, kennsluráðgjafa, námsráðgjafa, þroskaþjálfa og þrem kennurum, einn af hverju stigi en auk þess verður hægt að kalla aðra sérfræðinga til eftir þörfum. Markmið teymisins er að veita kennurum stuðning og ráðgjöf vegna nemenda, meta þarfir nemenda í vanda og leita viðeigandi lausna og að kennarar kynnist lausnamiðuðu vinnuferli og nái að nýta sér það.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.