Nokkur ár í framkvæmd að ljósleiðaravæða landið

11.Júlí'19 | 06:14
mila_cr

Frá lagningu ljósnetsins hér fyrir nokkrum árum. Mynd/TMS

Í gær birtist hér á Eyjar.net opið bréf Guðmundar Þ. B. Ólafssonar til Mílu um áform fyrirtækisins um ljósleiðaralagningar til heimila í Eyjum. Þar spurði Guðmundur hvort verið að vinna slíka áætlun, og ef svo væri - hvenær megi gera ráð fyrir að hún liggi fyrir? 

Í svari Sigurrósar Jónsdóttur, starfsmanns Mílu segir að fyrirtækið muni hefja lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum á þessu ári eins og fram komi í áætlunum. Þá segir hún að einnig sé lagður ljósleiðari inn í allar nýbyggingar.

„Míla leggur fram áætlun fyrir landið í heild í byrjun hvers árs. Fjárfestingar Mílu byggja á ábyrgum og traustum rekstri félagsins og því tekur verkefnið nokkur ár í framkvæmd að ljósleiðaravæða landið.” segir Sigurrós.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.