Ekki útilokað að enn þurfi gamla Herjólf

11.Júlí'19 | 22:45
IMG_2443

Herjólfur III í Landeyjahöfn. Ekki er víst að hann detti úr þjónustu við Eyjamenn þrátt fyrir að ný ferja sé komin til Eyja. Ljósmynd/TMS

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., seg­ir ekki úti­lokað að gamli Herjólf­ur reyn­ist enn nauðsyn­leg­ur til sigl­inga milli Þor­láks­hafn­ar og Eyja. Nýja skipið sé einkum hannað með Land­eyja­höfn í huga. Stefnt er að því að nýr Herjólf­ur verði tek­inn í gagnið 18. júlí.

Nýja skipið rist­ir grynnra en það gamla og á að reyn­ast bet­ur til sigl­inga til Land­eyja­hafn­ar, þangað sem reynt er að sigla sem oft­ast enda ferðatím­inn aðeins um 45 mín­út­ur. Sé öldu­hæð þar of mik­il, veður vont eða dýpi í Land­eyja­höfn of lítið til að hægt sé að sigla þangað, er þó siglt til Þor­láks­hafn­ar en sú sigl­ing tek­ur um 2 tíma og 45 mín­út­ur, segir í frétt mbl.is.

Öku­brú­in reynd­ist of brött

Unnið er að lokafrá­gangi á öku­brú í Vest­manna­eyj­um og Land­eyja­höfn, sem þurfti að lengja til að bíl­ar með varn­ing geti keyrt þar upp úr skip­inu. Nýja skipið er lægra en hið gamla og því er bratti öku­brúnna of mik­ill við nú­ver­andi aðstæður.

Guðbjart­ur seg­ir nýju ferj­una vera hannaða með Land­eyja­höfn í huga. Mark­miðið hafi verið að ferj­an geti siglt milli Land­eyja og Vest­manna­eyja oft­ar en for­veri sinn. Upp hafa komið áhyggj­ur af því að nýr Herjólf­ur sé verr til þess fall­inn að sigla til Þor­láks­hafn­ar, þegar það reyn­ist nauðsyn­legt. Aðspurður ját­ar Guðbjart­ur að það geti hugs­an­lega komið niður á ferðum til Þor­láks­hafn­ar og að skipið geti verið verr búið til sigl­inga þangað en gamli Herjólf­ur. Ekki sé unnt að skip sé sér­hannað með aðstæður beggja hafna í huga.

Kom skip­stjór­um á óvart hve litl­ar hreyf­ing­ar voru á skip­inu

Próf­an­ir hafa staðið yfir á nýj­um Herjólfi síðustu vik­una og meðal ann­ars siglt til Þor­láks­hafn­ar í blíðskap­ar­veðri. Seg­ir Guðbjart­ur þær próf­an­ir hafa gengið vel. Sömu sögu sé að segja af lang­ferðinni frá Póllandi en þar hafi helst komið skip­stjór­um á óvart hve litl­ar hreyf­ing­ar voru á skip­inu, og er það vel. 

Allt viðtalið við Guðbjart má lesa hér.

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-