Spyr Mílu um áform ljósleiðaralagningar til heimila í Eyjum

10.Júlí'19 | 14:15

„Í Vestmannaeyjum er netinu troðið í gegnum kopar í dreifikerfi Mílu, til heimila, á sama tíma og fullkomnari leið er til, ljósleiðari. Stefnt er að ljósleiðaratengja allt landið, hver einasti bær á öllu landinu, sbr. yfirlýsingar ráðamanna o.fl..”

Svona hefst opið bréf Guðmundar Þ. B. Ólafssonar, íbúa í Vestmannaeyjum til Mílu. Þá segir í bréfi Guðmundar;

„Á netsíðu Mílu kemur fram varðandi tengingu í íbúðarhverfi mínu í Vestmannaeyjum:

Ljósnet í boði - Hámarkshraði 50Mb/s

Áætlun fyrir Ljósleiðara liggur ekki fyrir.

Nú spyr ég, er verið að vinna slíka áætlun, og ef svo er þá hvenær má gera ráð fyrir að hún liggi fyrir, eða hefur Míla ekki uppi áform um ljósleiðaralagningu til heimilanna í Vestmannaeyjum í náinni framtíð?

Heyri vonandi frá ykkur sem fyrst.” segir í bréfi Guðmundar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).