Spyr Mílu um áform ljósleiðaralagningar til heimila í Eyjum

10.Júlí'19 | 14:15

„Í Vestmannaeyjum er netinu troðið í gegnum kopar í dreifikerfi Mílu, til heimila, á sama tíma og fullkomnari leið er til, ljósleiðari. Stefnt er að ljósleiðaratengja allt landið, hver einasti bær á öllu landinu, sbr. yfirlýsingar ráðamanna o.fl..”

Svona hefst opið bréf Guðmundar Þ. B. Ólafssonar, íbúa í Vestmannaeyjum til Mílu. Þá segir í bréfi Guðmundar;

„Á netsíðu Mílu kemur fram varðandi tengingu í íbúðarhverfi mínu í Vestmannaeyjum:

Ljósnet í boði - Hámarkshraði 50Mb/s

Áætlun fyrir Ljósleiðara liggur ekki fyrir.

Nú spyr ég, er verið að vinna slíka áætlun, og ef svo er þá hvenær má gera ráð fyrir að hún liggi fyrir, eða hefur Míla ekki uppi áform um ljósleiðaralagningu til heimilanna í Vestmannaeyjum í náinni framtíð?

Heyri vonandi frá ykkur sem fyrst.” segir í bréfi Guðmundar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.