Málaði húsið sitt í miðju eldgosi

10.Júlí'19 | 10:42
IMG_3817

Ragnar við myndina góðu. Ljósmyndir/TMS

Um helgina voru fjölmargar listasýningar í tengslum við Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Ein af sýningunum var ljósmyndasýning Svavars Steingrímssonar.

Svavar tók mikið af myndum í Eyjum í gosinu 1973. Ein af myndunum sem Svavar sýndi um helgina var af húsi Ragnars Baldvinssonar, fyrrverandi slökkviliðsstjóra. En Ragnar tók uppá því með hjálp góðra manna að mála hús sitt á Illugagötu í miðju eldgosi. 

Þetta festi Svavar á filmu og var þetta ein af myndunum sem hann sýndi um helgina. Ragnar var staddur á sýningunni þegar ljósmyndara Eyjar.net bar að garði og þótti upplagt að mynda hann við myndina. Mynd Svavars er tekin í maí 1973 og segir í myndtexta að engin uppgjöf sé á þessum bæ.

 

IMG_3814

Engin uppgjöf á þeim bænum

IMG_3811

Svavar og Ragnar

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.