Málaði húsið sitt í miðju eldgosi

10.Júlí'19 | 10:42
IMG_3817

Ragnar við myndina góðu. Ljósmyndir/TMS

Um helgina voru fjölmargar listasýningar í tengslum við Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Ein af sýningunum var ljósmyndasýning Svavars Steingrímssonar.

Svavar tók mikið af myndum í Eyjum í gosinu 1973. Ein af myndunum sem Svavar sýndi um helgina var af húsi Ragnars Baldvinssonar, fyrrverandi slökkviliðsstjóra. En Ragnar tók uppá því með hjálp góðra manna að mála hús sitt á Illugagötu í miðju eldgosi. 

Þetta festi Svavar á filmu og var þetta ein af myndunum sem hann sýndi um helgina. Ragnar var staddur á sýningunni þegar ljósmyndara Eyjar.net bar að garði og þótti upplagt að mynda hann við myndina. Mynd Svavars er tekin í maí 1973 og segir í myndtexta að engin uppgjöf sé á þessum bæ.

 

IMG_3814

Engin uppgjöf á þeim bænum

IMG_3811

Svavar og Ragnar

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.