Leggja til að fasteignaskattur verði óbreyttur

- óháð hækkun fasteignamats

10.Júlí'19 | 06:58
hus_midbaer_bo_cr

Fasteignamatið hækkar töluvert á milli ára í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram tillaga þess efnis að fasteignaskattur verði óbreyttur óháð hækkun fasteignamats, en heildarfasteignamatið hækkaði um 14,7% í Vestmannaeyjum og enn meira á íbúðum, eða um 16,6%.

Mikilvægt er að sveitarfélagið axli ábyrgð

Í tillögu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks segir að sú mikla hækkun fasteignamats sem kynnt hafi verið hefur í för með sér hækkandi gjöld fyrir íbúa sveitarfélagsins. Mikilvægt er að sveitarfélagið axli ábyrgð vegna þessa og taki þegar í stað ákvörðun um að álögur á íbúa sveitarfélagsins muni ekki hækka. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fasteignaskattur verði óbreyttur óháð hækkun fasteignamats og þannig verði áfram haldið í þá átt að byggja hér upp eftirsóknarvert samfélag að búa í.

Í viðaukatillögu sem samþykkt var samhljóða segir að bæjarstjórn vísi tillögu sjálfstæðismanna til bæjarráðs til efnislegrar umræðu. 

Tæplega tvöföldun álagningar á 8 árum

Í bókun frá meirihlutanum segir að undir stjórn núverandi meirihluta E- og H- lista lækkaði álagsprósenta á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2019 úr 0,35% í 0,33%. Á síðustu tveimur kjörtímabilum, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, sem nú er í minnihluta, var fasteignaskattur einu sinni lækkaður fyrir íbúðarhúsnæði úr 0,42% í 0,35% og var það fyrir árið 2016. Vakin er athygli á því að árið 2010 var álagning pr. íbúa 43.708 kr., en árið 2018 var hún komin í 84.449 kr. pr. íbúa, þ.e. tæplega tvöföldun álagningar á þessu tímabili.

Jafnframt er vakin athygli á því að árið 2010 var útsvarsprósenta í Vestmannaeyjum 13,28% og hækkaði uppí 14,48% árið 2013, en á kosningaárinu 2014 lækkaði hún í 13,98% og hækkaði svo næstu ár uppí 14,46%. Núverandi meirihluti E- og H- lista leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórnun og mun við fjárhagsáætlunargerð næsta árs halda áfram að einbeita sér að því að áætla eins lágar álögur og mögulegt er á bæjarbúa og bjóða upp á eins hátt þjónustustig og mögulegt er samhliða.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).