Útkall í uppgræðslu í Eldfelli

fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30

9.Júlí'19 | 13:09
uppgraedsla_eldfell_2018_ads_vsv

Ljósmynd/aðsend

Sjálfboðsliðar dreifa áburði og fræi í hlíðum Eldfells fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30 með Guðmundu Bjarnadóttur í broddi fylkingar. Allir velkomnir, stórir og smáir, með græna fingur og uppgræðslugleði í hjarta.

Guðmunda hvetur væntanlega liðsmenn í græna hernum sínum til að hafa með sér hlífðarhanska, segir í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar.

Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verksins í tilefni sjötugsafmælis síns 2016 í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Uppgræðsluverkefnið hefur verið í tvö ár og verður því haldið áfram í ár. Guðmunda Bjarnadóttir situr í stjórn Vinnslustöðvarinnar og er verkefnisstjóri þessa verkefnis af hálfu VSV.

Verkefni þetta hefur skilað miklum, sýnilegum og gleðilegum árangri.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.