Surtsey mynduð með drónum

9.Júlí'19 | 07:15
surtsey_cr

Surts­ey

Vís­inda­menn í ár­leg­um jarðfræðileiðangri til Surts­eyj­ar hyggj­ast búa til þrívídd­ar­lík­an af Surts­ey í því skyni að fylgj­ast með rofi eyj­unn­ar með ná­kvæm­um hætti.

Í þessu skyni verða tveir drón­ar með í för að þessu sinni, ann­ar þeirra vængjaður og for­ritaður til þess að fljúga sjálf­ur fram og aft­ur um eyj­una. Mbl.is greinir frá.

Þar segir Kristján Jónas­son, jarðfræðing­ur við Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands og leiðang­urs­stjóri, að með þess­um hætti megi fylgj­ast bet­ur með þró­un­inni en ef not­ast er við hefðbundn­ar loft­mynd­ir. Ný loft­ljós­mynda­stofa Nátt­úru­fræðistofn­un­ar geri þetta kleift.

Nokk­ur fjöldi vís­inda­manna verður með í för en meðal ann­ars verður jarðhiti mæld­ur og til­raun­ir gerðar við bor­hol­ur sem í eynni eru. Þá verða sér­fræðing­ar Land­mæl­inga Íslands með í för og munu mæla fast­merki í eyj­unni og tengja við ís­lenska lands­hnita­kerfið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um rann­sókn­irn­ar í Surts­ey í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.