Þjóðhátíð:

Áshamarssvæðið notað undir tjaldsvæði í ár

9.Júlí'19 | 10:14
tjaldgestir_thjod

Ljósmynd/TMS

Tjöldun á Þjóðhátíð 2019 mun verða á Áshamarssvæði, þar sem tjöldun hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 þar sem vinna að framtíðarlausn er ekki lokið.

Gerðar hafa verið ríkari kröfur á á alla aðila sem koma að tjaldsvæðinu hvað varðar gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Allir munu leggjast á eitt til að sem minnsta rask verði fyrir íbúa í nágrenni við svæðið. Með von um góða samvinnu og sátt allra, segir í yfirlýsingu frá Vestmannaeyjabæ, ÍBV íþróttafélagi og rekstraraðila tjaldsvæða.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs segir að starfshópi hafi verið falið að koma með tillögur að framtíðar tjaldsvæði í tengslum við tjöldun á Þjóðhátíð. Starfshópur fundaði átta sinnum og leggur nú tillögur fram sem koma til með að taka við af tjaldsvæði sem undanfarin ár hefur verið staðsett á byggingarlóðum í Áshamri.

Starfshópurinn lagði fram eftirfarandi tillögur fyrir umhverfis- og skipulagsráð:
 
Framtíðarsvæði 2020
Golfvöllur - Viðræður um framtíðarskipan mun fara í gang á milli Vestmannaeyjabæjar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Unnið verður í samvinnu við Golfklúbb Vestmannaeyja og aðra hagsmunaaðila.
 
Bráðabirgðasvæði 2019
a) Áshamar - Bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 - Fyrsti valkostur. Auknar kröfur eru gerðar á rekstraraðila varðandi gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Sömu kröfur er gerðar fyrir svæðið og gilda á almennum tjaldsvæðum er varðar hávaða. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð og þurfa gestir því að vera með armband á hátíðina.
b) Þórsvöllur - Bráðabirgðalausn fyrir árið 2019 - Seinni valkostur. Auknar kröfur eru gerðar á rekstraraðila varðandi gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu. Sömu kröfur er gerðar fyrir svæðið og gilda á almennum tjaldsvæðum er varðar hávaða. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð og þurfa gestir á svæðinu því að vera með armband á hátíðina.
 
Í niðurstöðu ráðisins segir að ráðið samþykki að bráðabirgðalausn fyrir tjöldun á Þjóðhátíð 2019 verði á Áshamarssvæði þar sem tjöldun hefur verið undanfarin ár. Mikilvægt er að ríkari kröfur verði gerðar á rekstraraðila tjaldsvæða hvað varðar gæslu, hreinsun og skipulag á svæðinu eins og fram kemur í tillögum hópsins. Vestmannaeyjabær mun áfram vinna að framtíðar tjaldsvæði fyrir þjóðhátíð með hagsmunaaðilum. Mikilvægt er að vanda vinnubrögð að framtíðarskipulagi tjaldsvæða og að unnið sé í sátt við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).