Húsfyllir á frábærum tónleikum

8.Júlí'19 | 09:01
IMG_3234

Það var góð stemning á tónleikunum á föstudaginn. Ljósmyndir/TMS

Það var góð stemning í Íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var uppá tónleika af stærri gerðinni síðastliðinn föstudag. Fyrri tónleikarnir voru fjölskyldutónleikar en þeir síðari fyrir 18 ára og eldri.

Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar. Óhætt er að segja að landslið tónlistarmanna hafi komið fram á tónleikunum og öll umgjörð var eins og best verður á kosið. 

Á tónleikunum komu m.a fram strengjasveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Hálft í hvoru, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Þá var valinn maður í hverju rúmi í hljómsveit hússins undir stjórn Jóns Ólafssonar.

Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum á seinni tónleikunum, en þar var fullt hús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).