Eyjamenn fá liðstyrk

8.Júlí'19 | 14:51
sindri_bjorns_ksi

Sindri Björnsson. Mynd/ksi.is

ÍBV hefur fengið miðjumanninn Sindra Björnsson á láni frá Val. Sindri leikur með ÍBV næstu vikurnar, en hann fer utan til náms um miðjan ágúst. 

Vefurinn fotbolti.net greinir frá þessu, en Sindri mætti á sína fyrstu æfingu hjá ÍBV í dag en Gary Martin, fyrrum liðsfélagi hans hjá Val, sýndi frá því á Instagram. 

Hinn 24 ára gamli Sindri var í námi í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur en hann hefur byrjað einn leik með Val í Pepsi-Max deildinni í sumar. Sindri er uppalinn hjá Leikni R. en hann gekk til liðs við Val fyrir sumarið 2016. 

Samtals hefur Sindri spilað 44 leiki í Pepsi-deildinni á ferlinum en hann á að baki fimm leiki með U21 árs landsliði Íslands, segir jafnframt í frétt fotbolta.net.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.