Sjö af átta síðustu bæjarstjórum samankomnir á Goslokahátíð

7.Júlí'19 | 10:33
Bæjarstjorar_vm

Ólafur Elísson, Ingi Sigurðsson, Íris Róbertsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Bergur Elías Ágústsson, Páll Zóphóníasson og Arnaldur Bjarnason. Mynd/TMS

Sjö af átta síðustu bæjarstjórum Vestmannaeyja voru samankomnir á setningu Goslokahátíðar á föstudaginn. 

Páll Zóphóníasson var bæjarstjóri árin 1976-1982. Þá tók Ólafur Elísson við og gegndi starfinu í fjögur ár. Því næst var það Arnaldur Bjarnason sem sat sem bæjarstjóri 1986-1990.

Þá tók Guðjón Hörleifsson við en hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Ingi Sigurðsson tók við af Guðjóni árið 2002 og gegndi hann stöðunni til ársins 2003, og tók Bergur Elías Ágústsson við af Inga og var Bergur Elías bæjarstjóri í Eyjum til ársins 2006.

Árið 2006 settist Elliði Vignisson í stól bæjarstjóra Vestmannaeyja og sat hann þar í tólf ár, eða allt þar til Íris Róbertsdóttir tók við í fyrra, fyrst kvenna. 

Sem kunnugt er heldur Vestmannaeyjabær uppá 100 ára afmæli sitt allt þetta ár og nær afmælishátíðin hámarki á Goslokahátíð.

Bæjarstjórar Vestmannaeyja frá upphafi:

Nafn Í embætti
Karl Einarsson (bæjarfógeti) 1919-1924
Kristinn Ólafsson (fyrsti kosni bæjarstjóri) 1924-1928
Jóhann Gunnar Ólafsson 1929-1938
Hinrik G. Jónsson 1938-1946
Ólafur A. Kristjánsson 1946-1954
Guðlaugur Gíslason 1954-1966
Magnús H. Magnússon 1966-1971
Gísli Gíslason 1972
Magnús H. Magnússon 1972-1975
Sigfinnur Sigurðsson 1975-1976
Páll Zóphóníasson 1976-1982
Ólafur Elísson 1982-1986
Arnaldur Bjarnason 1986-1990
Guðjón Hjörleifsson 1990-2002
Ingi Sigurðsson 2002-2003
Bergur Elías Ágústsson 2003-2006
Elliði Vignisson 2006-2018
Íris Róbertsdóttir 2018-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).