Segir margt mæla gegn því að Slysavarnaskóli sjómanna verði í Eyjum

5.Júlí'19 | 11:39
thyrla_herjolfur

Herjólfur III gæti orðið skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna. Ljósmynd/TMS

Til umræðu hefur verið að reyna að fá Slysavarnaskóla sjómanna hingað til Eyja. En forsvarsmenn skólans hafa falast eftir því við ríkið að fá gamla Herjólf til afnota undir starfsemi sína.  

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða tilllaga minnihlutans þess efnis að gamli Herjólfur verði áfram staðsettur í Vestmannaeyjum og gæti skipið nýst sem skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna hér, sem og verið varaferja fyrir nýjan Herjólf.

Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna sér marga agnúa á þessari hugmynd og er alfarið á móti henni. Þetta kemur fram í viðtali við skólastjórann sem birt er á vef Fiskifrétta í dag.

Kostar heilmikla fjármuni að láta skip liggja bundið við bryggju án nokkurrar starfsemi

„Við hjá Slysavarnaskóla sjómanna hefðum áhuga á því að nýta Herjólf fyrir okkar starfsemi en við höfum ekki áhuga á því að færa starfsemina frá Reykjavík. Það þyrfti að ráðast í viðgerðir á Sæbjörg ef við eigum að geta siglt henni en skólastarfið getur engu að síður með góðu móti verið áfram í skipinu. Herjólfur er auk þess í eigu íslenska ríkisins en ekki Vestmannaeyinga. Mér finnst hæpið að ríkið ætli gamla Herjólfi það hlutverk að vera varaskip lengur en í tvö ár. Það kostar heilmikla fjármuni að láta skip liggja bundið við bryggju án nokkurrar starfsemi en tilbúið til siglinga. Við leitum því ekki til Vestmannaeyinga eftir því að fá afnot af skipinu ef til þess kæmi. Það hefur verið í umræðunni að skoða þennan kost ef þetta skip er á lausu. Það gæti örugglega nýst okkur vel og gefið okkur aftur tækifæri til að sigla á hafnir landsins með námskeið þar með talið til Vestmannaeyja,“ segir Hilmar.

Samgöngur til Vestmannaeyja hafa ekki verið beint heppilegar og traustar

Hilmar kveðst hafa verið undrandi á þessu útspili bæjarfulltrúanna. Hann segir margt mæla gegn því að Slysavarnaskóli sjómanna verði í Vestmannaeyjum.

„Samgöngur til Vestmannaeyja hafa ekki verið beint heppilegar og traustar. Það fara um 2.000 sjómenn í gegnum skólann á hverju ári og samgönguleiðir liggja í gegnum Reykjavík fyrir þá sem búa úti á landi. Auk þess býr meginþorri íslenskra sjómanna á suðvesturhorni landsins. Hér erum við einnig með sérútbúið æfingasvæði til slökkvistarfa í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem er mikilvægur þáttur í þjálfun sjómanna. Það verður ekki flutt til Vestmannaeyja.“

Allt viðtalið við Hilmar má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.