Goslokahátíð:
Myndlistarfélagið – Vestmannaeyjabær 100 ára
Sýningin opnar kl. 16:00 í dag, föstudag í sal Tónlistarskólans
5.Júlí'19 | 07:20Kl. 16:00 í dag verður opnuð athyglisverð sýning í sal Tónlistarskólans. Þar sýna félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja og kalla þau sýninguna „Vestmannaeyjabær 100 ára“ sem er vel við hæfi nú þegar við minnumst þess að 100 ár eru frá stofnun Vestmannaeyjakaupstaðar.
Goslokasýningin er stærsti sýningarviðburður Myndlistarfélagsins ár hvert. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson. Allir velkomnir og er fólk hvatt til að mæta.
Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim öfluga hóp sem skipar Myndlistarfélagið. Á hverju ári má sjá framfarir og fjölbreytnin er mikil. Það ætti því enginn að vera svikinn af því að mæta í sal Tónlistarskólans og virða fyrir sér verkin sem þar verða sýnd.
Ekki skemmir að sýningin er sett upp undir styrkri stjón Gunnars. Er gott að eiga að menn eins og Gunnar þegar kemur að sýningum og myndlist almennt.
Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum verkana sem til sýnis verða.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).