Glæsilegir afmælistónleikar í Íþróttamiðstöðinni

– enn til miðar á þá fyrri

5.Júlí'19 | 12:51
Salur_tonleikar_ads

Salurinn er tilbúinn. Ljósmynd/aðsend.

Það er ekkert til sparað á stórtónleikunum í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.00 og 21.00 í kvöld, föstudagskvöld. Þeir eru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar og verða hinir glæsilegustu. 

Ekki eru til miðar á seinni tónleikana, klukkan 21.00 en nokkrir miðar eru til á þá fyrri sem byrjar klukkan 18.00. Hægt er að nálgast þá í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar. Húsið verður opnað kl. 17.30 og verður opnað aftur að fyrri tónleikunum loknum.

Mjög er vandað til alls og er komið upp stórt svið og fullkomið hljóðflutningskerfi. Sæti eru á pöllum og stólum á gólfi.

Á tónleikunum koma fram strengjasveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið verður m.a. frumflutt af drengjunum í Hálft í hvoru sem tíðum skemmti Eyjamönnum á síðustu öld.

Um er að ræða sömu dagskrá á báðum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru einkum ætlaðir ungu kynslóðinni og ungu barnafólki, en seinni tónleikarnir fólki eldra en 18 ára.

 

Dagskrá dagsins á Goslokahátíðinni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).