Goslokahátíð:

Fjörugur föstudagur í Eyjum

5.Júlí'19 | 14:19
skansinn_17_2

Setning Goslokahátíðar og barnaefni verður á Skanssvæðinu í dag. Ljósmynd/TMS

Fjör dagsins hófst á golfvellinum klukkan 10.00 í morgun þegar ræst var út í Volcano Open golfmótinu. Milli klukkan klukkan 16.30 til 17.15 verður 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á Skanssvæðinu með stuttum ávörpum og tónlist.

Frá klukkan 13.00 til 15.00 verður opið hús í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð. Handverk og kerti til sölu. Í sal Tónlistarskólans klukkan 16.00  verður opnun á sýningu Myndlistarfélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær 100 ára. Klukkan 17.15 er það Veituhúsið á Skansinum þar sem Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag opna listsýninguna „Náttúruhamfarir“. Gjörningur Sung Beag við opnun.

Leikhópurinn Lotta, Litla hafmeyjan á Skanssvæðinu í boði Ísfélagsins frá klukkan 15.30 til 16.30. Á eftir verður Cirkus Flik Flak meðal áhorfenda á afmælis- og setningarhátíðinni á Skanssvæðinu.

Klukkan 21:00 til 23:00 er Pop quiz í Tónlistarskólanum, ætlað 13 til 17 ára og svo eru það stórtónleikarnir í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.00 og 21.00.

Klukkan 23:00 og fram á nótt verða Kiddi Bjarna og Guðni með fjöldasöng og fjör á Kaffi Varmó við Strandveg.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.