Nýr Herjólfur kominn með farþegaleyfi

4.Júlí'19 | 07:32
herj_nyr_v_bryggju

Enn er unnið að því að koma nýjum Herjólfi í áætlun á milli lands og Eyja. Ljósmynd/TMS

Samgöngustofa hefur gefið út farþegaleyfi fyrir nýja Herjólf. Það nær til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar. Einhverjir dagar eru þar til ferjan hefur áætlunarferðir, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. 

Gera á fyrstu prufuna í dag

Guðbjartur segir að lagfæra þurfi ekjubrýr. Gera þarf minni háttar breytingar í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn og örlítið meiri breytingu í Vestmannaeyjum þar sem lengja þarf ekjubrúna. Einnig þarf að aðlaga farþegabrýr. Þá þarf að prófa að aka inn í ferjuna háum ökutækjum, t.d. dráttarbílum með gáma, við mismunandi sjávarstöðu. Gera á fyrstu prufuna í dag.

Unnið er að því að gera skipið klárt til að taka á móti farþegum og þjónusta þá. Ekki er búið að setja upp rafhleðslubúnað fyrir skipið í Vestmannaeyjahöfn. Hluti búnaðarins er kominn til landsins og annað er á leiðinni. Guðbjartur gerir ráð fyrir að uppsetning og tenging búnaðarins verði fljótlega boðin út og að verklok verði í september. Ferjan mun því keyra á rafmagni frá ljósavélum til að byrja með.

Fleiri sæti en færri kojur

Farþegaleyfið heimilar að nýja ferjan flytji allt að 540 farþega í hverri ferð milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir sumarið. Sá Herjólfur sem nú er í notkun má flytja mest 517 farþega á sömu leið og sama tíma. Þetta er því aukning um 23 farþega í hverri ferð.

Nýja ferjan má flytja allt að 400 farþega þegar siglt er í Þorlákshöfn að vetri. Eldri ferjan má ekki flytja nema 288 farþega til og frá Þorlákshöfn að vetri.Guðbrandur segir að farþegaleyfið taki mið af því á hvaða hafsvæði er siglt, hve björgunarför geta borið marga, þótt það stærsta komi ekki að notum, og einnig er tekið tillit til þess yfir veturinn hvað eru mörg sæti fyrir farþega innandyra. Í nýju ferjunni eru 400 sæti og 32 kojur en í þeirri gömlu eru 288 sæti og 90 kojur. 

Báðar ferjurnar til farþegaflutninga um Þjóðhátíð?

Þá er haft eftir Guðbjarti í umfjöllun Morgunblaðsins að það til skoðunar sé að nota báðar ferjurnar til farþegaflutninga um Þjóðhátíðina. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin.  

Nánar er fjallað um nýju ferjuna og farþegaflutninga á milli lands og Eyja í Morgunblaðinu í dag.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).