Hátíð í bæ - Goslokahátíðin hefst í dag
4.Júlí'19 | 05:17Í dag hefst dagskrá Goslokahátíðar með opnun myndlistarsýningar í flugstöðinni kl. 16.00. Hver viðburðurinn rekur svo hvern annan fram eftir kvöldi. Svona lítur dagskrá dagsins út:
Goslokahátíð 2019 - Dagskrá fimmtudags
Fimmtudagur 4. júlí
Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu.
Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson opnar myndlistarsýninguna „Sigurfinnur 75 ára, 75 myndir“. Tónlistaratriði Sveinbjörns Grétarssonar úr Greifunum.
Kl. 17:30 Einarsstofa í Safnahúsi: Opnun á samsýningu Jóns Óskars og Huldu Hákon „Fjallið eina og önnur verk“.
Kl. 18:00 Svölukot: Svavar Steingrímsson opnar ljósmyndasýninguna „Umbrotatímar með Svabba Steingríms“.
Kl. 18:30 Safnaðarheimili: Opnun á myndlistarsýningu Gíslínu Daggar Bjarkadóttur „Mitt á milli“.
Kl. 20:00 Cratious-króin á Skipasandi: Opnun á myndlistarsýningu bæjarlistamannsins Viðars Breiðfjörð „Millilending“. Léttar veitingar og tónlist.
Kl. 20:30 Stóri salurinn í Hvítasunnukirkjunni: „Oddgeir og óperur“. Silja Elsabet Brynjarsdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Aðgangseyrir 2.500 kr.
Kl. 20:30 Brothers Brewery við Bárustíg: Bjórbingó.
Kl. 20:30: Alþýðuhúsið: Tónleikar GÓSS (Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson). Aðgangseyrir 3.990 kr.
Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37
Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).