Hátíð í bæ - Goslokahátíðin hefst í dag

4.Júlí'19 | 05:17

Í dag hefst dagskrá Goslokahátíðar með opnun myndlistarsýningar í flugstöðinni kl. 16.00. Hver viðburðurinn rekur svo hvern annan fram eftir kvöldi. Svona lítur dagskrá dagsins út:

Goslokahátíð 2019 - Dagskrá fimmtudags

Fimmtudagur 4. júlí

Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu.

Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson opnar myndlistarsýninguna „Sigurfinnur 75 ára, 75 myndir“. Tónlistaratriði Sveinbjörns Grétarssonar úr Greifunum.

Kl. 17:30 Einarsstofa í Safnahúsi: Opnun á samsýningu Jóns Óskars og Huldu Hákon „Fjallið eina og önnur verk“.

Kl. 18:00 Svölukot: Svavar Steingrímsson opnar ljósmyndasýninguna „Umbrotatímar með Svabba Steingríms“.

Kl. 18:30 Safnaðarheimili: Opnun á myndlistarsýningu Gíslínu Daggar Bjarkadóttur „Mitt á milli“.

Kl. 20:00 Cratious-króin á Skipasandi: Opnun á myndlistarsýningu bæjarlistamannsins Viðars Breiðfjörð „Millilending“. Léttar veitingar og tónlist.

Kl. 20:30 Stóri salurinn í Hvítasunnukirkjunni: „Oddgeir og óperur“. Silja Elsabet Brynjarsdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Aðgangseyrir 2.500 kr.

Kl. 20:30 Brothers Brewery við Bárustíg: Bjórbingó.    

Kl. 20:30: Alþýðuhúsið: Tónleikar GÓSS (Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson). Aðgangseyrir 3.990 kr.

 

Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).