Goslokahátíð:

Gíslína sýnir í Safnaðarheimilinu – Mitt á milli

Sýningin opnar í dag, fimmtudag kl. 18.30

4.Júlí'19 | 11:07
Gislina03[230141]

Gíslína Dögg Bjarkadóttir. Myndir/aðsendar

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, myndlistarkona tók stóra ákvörðun í vetur þegar hún ákvað að helga sig listinni eingöngu. 

Um leið sýndi Gíslína að hún er ekki kona einhöm því áður hafði hún breytt úr hefðbundna málverkinu yfir í grafík en viðfangsefnið er það sama, konan sem hefur verið áberandi í verkum hennar og myndir þar sem hún leikur sér með mynstur. Gíslína verður með sýningu á verkum sínum í Safnaðarheimilinu um Goslokahelgina og verður hún opnuð kl. 18.30.

Valin Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2014

Sex ára var Gíslína byrjuð að teikna, fór á myndlistar- og handíðabraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri þaðan sem leiðin lá í Listaháskólann í textíl og fatahönnun. Eftir það bætti hún við sig kennsluréttindum í verklegum greinum fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Hún hefur víða komið við í list sinni og síðast sýndi hún hér sumarið 2015. „Ég var valin Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2014 og með sýningunni í Safnaðarheimilinu 2015 var ég að kvitta fyrir það,“ segir Gíslína en sýningin er eftirminnileg með öllum sínum fallegu en karftmiklu konum.

Finnst grafíklistin vera á uppleið

Sýninguna í Safnaðarheimilinu kallar hún Mitt á milli og vísar ef til vill til þess að núna er Gíslína komin yfir í grafík auk þess að ætla að helga sig listinni eingöngu. „Ég hef verið í grafíkinni frá 2017 og vinn talsvert í  Reykjvík. Ég gekk í Íslenska grafíkfélagið sem er með æðislegt verkstæði í Listasafni Reykjavíkur sem ég hef aðgang að. Það er því miður búið að segja þeim upp en vonandi finnst annað hentugt húsnæði.“

Gíslína tekur vinnutarnir í Reykjavík þar sem hún sækir líka námskeið auk þess að kynnast listafólki, bæði innlendu og erlendu sem skipti svo miklu máli. „Mér finnst grafíklistin vera á uppleið og er mjög spennandi að taka þátt í því. Á verkstæðinu upplifir maður mismunandi strauma í listinni og það eru allir tilbúnir að segja manni til og leiðbeina. Þar myndast líka tengsl sem ég ætla að nýta mér í framtíðinni, bæði hér heima og erlendis. Ég vinn verkin með mismunandi tækni og í Eyjum hef ég t.d. nýtt mér Fablabstofuna hjá Frosta til að gera tréristur.“

Á sér draum um að koma sér upp vinnustofu í Eyjum

Í janúar ákvað Gíslína að hætta hefðbundinni vinnu og helga sig listinni eingöngu og horfir hún björtum augum fram á við. „Þetta er draumurinn og ég er bjartsýn. Fyrsta stóra skrefið er sýningin í Safnaðarheimilinu sem er að hluta til sölusýning. Sýninguna kalla ég Mitt á milli og þar verða 30 til 40 verk en það gæti breyst,“ segir Gíslína og skrefið er kannski ekki svo stórt þó hún hafi stigið yfir í grafíkina.

  „Það er alltaf konan sem er bakvið flest sem ég geri. Ég hef líkað skoðað verk Sigurðar Guðmundssonar, málara sem hannaði íslenska kvenbúningin. Í honum er mynstur sem ég leik mér með og geri að mínum,“ segir Gíslína sem á sér þann draum að koma sér upp vinnustofu í Eyjum.

„Ég er með ágætis aðstöðu heima en mig langar í sérstaka vinnustofu sem gæti verið aðdráttarafl fyrir aðra listamenn að nýta sér og dvelja hér um tíma. Fyrsta skrefið er grafíkpressa sem ég ætla að kaupa í haust.“

Óður til allra þeirra nafnlausu kvenna sem í raun sköpuðu söguna, listina og lífið

„Mörg verkin á sýningunni vísa til þeirra fjölmörgu kvenna, sem í gegnum aldirnar hafa unnið sín mikilvægu störf í hljóði – þetta er óður til allra þeirra nafnlausu kvenna sem í raun sköpuðu söguna, listina og lífið. Þessar konur tengdu lífskeðju kynslóðanna saman, lifðu sem nafnlausar hversdagshetjur og eru gleymdar flestu fólki í dag.“ segir Gíslína sem vonast til að sjá sem flesta á sýningunni í Safnaðarheimilinu sem hún opnar kl. 18.30 á fimmtudaginn.

 

Dagskrá Goslokahátíðar

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).