Fjögurra mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar

Tekjur hærri þrátt fyrir loðnubrest

3.Júlí'19 | 11:37
basask_bryggja_0619

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Fjögurra mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar var í gær lagt fram fyrir bæjarráð. Ennfremur var rekstraryfilit frá apríllokum lagt fyrir bæjarráð þar sem niðurstaða málaflokka er borin saman við fjárhagsáætlun 2019.

Rekstrarkostnaður samkvæmt áætlun

Í niðurstöðu segir að bæjarráð lýsi ánægju með stöðu bæjarsjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins, þrátt fyrir loðnubrest fyrr á árinu. Tekjur eru hærri en á sama tíma í fyrra og skatttekjur í samræmi við fjárhagsáætlun. Þá er rekstrarkostnaður jafnframt samkvæmt áætlun. Miðað við stöðu bæjarsjóðs var það rétt ákvörðun meirhluta bæjarráðs að taka ekki upp fjárhagsáætlun í mars síðastliðnum. Það er ábyrgðarhluti að taka upp fjárhagsáætlun, sér í lagi þegar ekki liggja fyrir forsendur fyrir slíku. Mikilvægt er að fylgjast áfram vel með og bregðast við ef aðstæður breytast í rekstri bæjarins. 

Ofangreint var samþykkt með 2 atkvæðum H- og E-lista. Bæjarráðsmaður D-lista sat hjá. 

Auðvelt að missa tök á rekstrinum á stuttum tíma ef aðhalds er ekki gætt

Í bókun frá minnihlutanum segir að augljóst sé að bæjarsjóður og rekstur hans gangi vel en áratugalöng vinna Sjálfstæðismanna við að greiða niður skuldir og hagræða eins og kostur hefur verið hefur m.a. tryggt þá eftirsóknarverðu fjárhagsstöðu sem sveitarfélagið er í í dag og er öfundsverð af mörgum. Þrátt fyrir sterka stöðu bæjarsjóðs getur þó reynst auðvelt að missa tök á rekstrinum á stuttum tíma ef aðhalds er ekki gætt til hins ítrasta. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%