Goslokahátíð:

Finnur með 75 verk á 75 ára afmælinu

- sýningin opnar fimmtudaginn 4. Júlí kl. 17.00

3.Júlí'19 | 22:58
62025169_2839306256079571_8180986514952421376_n[230129]

Sigurfinnur sýnir í Akóges um Goslokahelgina. Ljósmyndir/aðsendar

Sigurfinnur Sigurfinnsson, myndlistarmaður og kennari verður með sýningu á verkum sínum í Akóges um Goslokahelgina. Hann fagnaði nýlega 75 ára afmæli og ákvað með góðum fyrirvara að fagna tímamótunum með 75 verka sýningu. 

Það gengur eftir en ekki leit vel út um tíma, hann fékk alvarlegt hjartaáfall en það frekar hvatti hann en latti til átaka og nú er hann að setja sýninguna upp og verkin 75 eru klár.

„Já. Ég átti afmæli 18. júní og datt í hug að halda upp á 75 árin með sýningu á jafnmörgum verkum sem ég skipti í sex eða sjö flokka. Þann fyrsta kalla ég, Úr iðrum jarðar sem eru fantasíur sem vísar til þess sem undir okkur kraumar,“ segir Finnur sem í allt hefur tekið þátt í um 30 sýningum, einn og í samstarfi við aðra.

Næst kemur myndaröðin, Allir í bátana. „Hún minnir á gosnóttina 1973 þegar allir þurftu að flýja eyjuna okkar. Nokkuð grófar myndir en segja sína sögu. Svo eru það myndir sem ég vinn með spöðum, aðferð sem ég hef verið að þróa.“

Þá er það syrpa sem varð til í snjónum í vetur. „Þetta eru myndir frá Vestmannaeyjum þegar snjórinn kom seinni part vetrar. Birtan var svo skemmtileg að ég stóðst ekki mátið og er bara nokkuð ánægður með útkomuna. Mínar hefðbundnu Eyjamyndir verða á sínum stað auk þess sem ég sýni 18 vatnslitamyndir þar sem víða er leitað fanga. Loks eru það svo Eyjafuglarnir eins og fýllinn, hrafninn og lundinn sem eiga sinn sess á sýningunni. Það má því segja að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi hjá kalli, segir Finnur og brosir.

Það brosti þó ekki við honum lífið þegar hann fékk alvarlegt hjartáfall í vetur.  „Ég var í miðju kafi að vinna verk á sýninguna, var með 45. myndina þegar ég fæ hjartaáfall. Leit ekki illa út í fyrstu en það endaði með því að ég var höggin og skipt um æðar við hjartað og ósæðina. Ég var þokkalega fljótur að ná mér. Er ég viss um að löngunin og viljinn til að klára sýninguna hafi skipt miklu og hjálpað til að ég náði bata,“ segir Finnur sem geislar af heilbrigði eftir hálfan mánuð með fjölskyldunni á Spáni.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 4. Júlí kl. 17.00. „Þar ætlar Bjössi Greifi, sem á eitt af þjóðhátíðarlögunum og tryllti lýðinn með félögum sínum í Greifunum á þjóðhátíðum hér áður, að taka nokkur lög,“ sagði Finnur og býður alla velkomna á sýninguna sem verður opin alla helgina.

 

Dagskrá Goslokahátíðar

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.