Þjóðhátíð:

Brimnes og Bandmenn munu halda uppi stuðinu á Tjarnarsviðinu

3.Júlí'19 | 17:24

Það er ávallt góð stemning á Tjarnarsviðinu. Mynd/úr safni

Hljómsveitirnar Brimnes og Bandmenn munu halda uppi fjörinu á Tjarnarsviðinu frá miðnætti fram eftir nóttu á Þjóðhátíð 2019.

Eyjahljómsveitin Brimnes verður að vanda á Tjarnarsviðinu í ár. Þar hafa þeir verið fastagestir undanfarin ár og hafa fáar hljómsveitir komið oftar fram á Þjóðhátíð en fimmmenningarnir í Brimnes. Á prógramminu er hreinræktuð íslensk sveitaballatónlist í bland við erlenda slagara. Sveitaböllin gerast ekki betri.

Í ár njóta þeir liðsinnis Bandmanna sem hafa spilað út um víðan völl síðastliðin fjögur ár. Böllin einkennast af stemningu, gleði og óvæntum uppákomum ásamt vönduðum flutningi vinsælustu laga undanfarinna áratuga. Það verður enginn svikinn af þessari frumraun sveitarinnar í Eyjum, segir í frétt á heimasíðu Þjóðhátíðar - dalurinn.is. Þar má einmitt versla sér miða á hátíðina.

brimnes_fb

Brimnes

bandamenn

Bandmenn

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).