„Bæjarfélagið er ekki einkahlutafélag meirihlutans”

3.Júlí'19 | 07:35
fiskidja_2019_03_satur

Fiskiðjan. Úttekt var gerð á framkvæmdum Vestmannaeyjabæjar í húsinu. Ljósmynd/TMS

Í gær var til umræðu í bæjarráði niðurstaða Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, vegna beiðni Helgu Kristínar Kolbeins, bæjarfulltrúa um úrskurð ráðuneytisins um hvort heimilt hafi verið að ráðast í úttekt á framkvæmdum við Fiskiðjuhúsið án fullnaðarsamþykktar bæjarstjórnar.

Helga Kristín Kolbeins er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Eyjar.net ræddi við Helgu Kristínu um málið.

„Að gæta að takmörkunum á fullnaðarafgreiðsluvaldi bæjarráðs”

„Forsaga og ástæða þess að ég óskaði eftir úrskurði ráðuneytisins um málið, er vegna þess að þegar gerðar voru athugasemdir við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn, um að það hefði ekki verið afgreitt á lögmætan hátt, var talað fyrir daufum eyrum. Einnig bar meirihlutinn fram rök fyrir málsmeðferðinni sem stóðust hvorki lög né samþykktir bæjarins, það virðist sem sömu rök hafi verið send til ráðuneytisins. Því í úrskurði ráðuneytisins er tekið fram að í umsögninni sem bærinn sendi séu færð rök fyrir að afgreiðslan hefði verið heimil.

Nú er niðurstaða komin og  hún er að 5. mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga og 8. mgr. 30. gr. bæjarmálasamþykktar var ekki framfylgt og merkir það að lög og samþykktir voru brotnar. Svo ég vitni í bréfið frá ráðuneytinu þá stendur “…var Vestmannaeyjabæ óheimilt að hrinda umræddri tillögu í framkvæmd fyrr en að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.”  Og í niðurlagi bréfsins er því beint til Vestmannaeyjabæjar að gæta að takmörkunum á fullnaðarafgreiðsluvaldi bæjarráðs.” segir Helga Kristín.

Gerir athugasemdir við afgreiðsluna

Hún segir að við afgreiðslu úrskurðarins í bæjarráði 2. júlí sé tekið undir að um ágalla hafi verið að ræða og að tekið verði tillit til þeirra ábendinga sem koma fram í bréfi frá ráðuneytinu. „Ég geri samt athugasemdir við afgreiðsluna þar sem talað er um að afgreiðslan hafi ekki verið í samræmi við orðalag. Kannski ég er ég að oftúlka en það stendur í bréfinu frá ráðuneytinu að orðalag laganna sé skýrt og merkir það að illmögulegt sé að túlka þau á þann veg að afgreiða málið á þann hátt sem gert var.”

Hvað hefði tapast með að fylgja því verklagi sem kveðið er á um í lögum og samþykktum?

Aðspurð segir hún að það megi vel vera að þetta sé ekki eitt af stóru málunum hjá bænum og sem betur fer og auðvitað eru engar sérstakar aðgerðir fyrirhugaðar vegna ágallans sem ráðuneytið ætlar að beita, því hvað ætti svo sem að gera? spyr Helga Kristín. 

„Úttektinni er löngu lokið. En hvað hefði tapast með að fylgja því verklagi sem kveðið er á um í lögum og samþykktum? Að hafa umræður um málið í bæjarstjórn áður en hafist var handa, ef umræðurnar hefðu engu breytt um niðurstöður bæjarráðs, hefði umrædd úttekt tafist um tvær vikur, já einungis um tvær vikur. Sumum kann að þykja óþægilegt, að geta ekki haft hlutina eins og þeim sýnist og gera lítið úr málinu, að biðja um úrskurð ráðuneytis sé bara tuð sem engu máli skiptir. Það er vert að nefna að eitt af hlutverkum bæjarfulltrúa er að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum, ef við gerum það ekki erum við að bregðast hlutverkum okkar. Sem betur fer var málið ekki þess eðlis að af því hlytist tjón, en ekki verður framhjá því horft að lýðræðið og opin stjórnsýsla bar skaða af þessu máli.”

Við búum í lýðræðisþjóðfélagi

Helga Kristín bendir á að bæjarfélagið sé ekki einkahlutafélag meirihlutans en þó virðast sumir halda það, og halda jafnframt að það gildi eins og einn útrásarvíkingurinn komst svo snyrtilega að orði fyrir nokkrum árum “Ég á þetta, ég má þetta”. Bæjarstjórn situr í umboði allra bæjarbúa og ber mun meiri ábyrgð en stjórnendur í einkahlutafélögum. Það þarf að gæta að öllum formsatriðum og að sjónarmið allra fái að heyrast. Bæjarfélagið er samfélag okkar allra. Það að halda umræðunni utan við kjörna fulltrúa skaðar okkur öll.

„Ef meirihlutanum finnst óþægilegt að hafa bæjarstjórnarfundi til að afgreiða mál og fá fram sjónarmið fulltrúa bæjarbúa þá verða þeir bara að lifa með því, við búum í lýðræðisþjóðfélagi.”

 

Niðurstaða Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Önnur erindi tengd málinu.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).